Podcast Image

Hla°varp Landsnets

Við stjórnum og rekum flutningskerfi raforku á Íslandi. Fylgstu með hlaðvarpinu okkar þar sem við fjöllum reglulega um málefni líðandi stundar í raforkukerfinu.
Categories

Last Episode Date: 11/04/2024

Total Episodes: Not Available

Collaboration
Podcast Interviews
Affiliate and Join Ventures
Sponsorships
Promo Swaps
Feed swaps
Guest/Interview swaps
Monetization
Advertising and Sponsors
Affiliate and JVs
Paid Interviews
Products, Services or Events
Memberships
Donations
Guðný Björg Hauksdóttir, mannauðsmálin og framtíðar vinnustaðurinn Landsnet
4 November 2024
Guðný Björg Hauksdóttir, mannauðsmálin og framtíðar vinnustaðurinn Landsnet

Guðný Björg Hauksdóttir framkvæmdastjóri mannauðs og umbóta settist við hljóðnemann í Landsnetshlaðvarpinu og ræddi við Steinunni Þorsteinsdóttur um mikilvægi mannauðs í umhverfi eins og okkar sem er á fleygiferð. Hún ræddi m.a. um áskoranir og tækifæri sem eru fram undan og hvernig Landsnet vinnur markvisst að umbótum fyrir betri framtíð. Kíktu á samtalið til að fá dýpri innsýn í mannauðsmálin hjá okkur !

36 min
Úr raforkuverkfræði yfir í upplýsingatækni - Jóhannes Þorleiksson
27 October 2024
Úr raforkuverkfræði yfir í upplýsingatækni - Jóhannes Þorleiksson

Í þessum þætti hittum við Jóhannes Þorleiksson, nýjan framkvæmdastjóra, sem breytti um kúrs þegar hann réð sig ný verið til Landsnets. Jóhannes deilir hér í spjalli við Steinunni Þorsteinsdóttur upplýsingafulltrúa áhugaverðum hugmyndum og markmiðum sem allar eiga að leiða að því að koma manni til tunglsins - kannski samt ekki alveg í orðsins fyllstu merkingu en krefjast hugrekkis, vilja og teymisvinnu. Spennið sætisbeltin og hlustið á hlaðvarpið – þetta er þáttur sem þú vilt ekki missa af !

22 min
Fjárfestingar og framtíðin
17 October 2024
Fjárfestingar og framtíðin

Guðlaug Sigurðardóttir framkvæmdastjóri og Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi ræddu um fjármál, framkvæmdir og framtíðina í nýjasta þætti Landsnetshlaðvarpsins. Stútfullur þáttur af áhugaverðu efni en Guðlaug hefur farið með Landsneti í gegnum stórar áskoranir á þeim tíma sem hún hefur verið framkvæmdastjóri fjármála og árangurs.

40 min
Holtavörðuheiðarlína 1, hlutverk, leiðir og staðan
14 October 2024
Holtavörðuheiðarlína 1, hlutverk, leiðir og staðan

Holtavörðuheiðarlína 1, lína sem liggja mun frá Hvalfirði að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði, var umfjöllunarefni Landsnetshlaðvarpsins nú í byrjun október. Daginn sem hlaðvarpið var tekið upp var hálft landið einmitt án rafmagns – en nýja línan hefði að öllum líkindum komið í veg fyrir það. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi, og Kristinn Magnússon, verkefnastjóri línunnar, ræddu línuna, hlutverk hennar og hvar hún er stödd í ferlinu í hlaðvarpsþætti dagsins.

35 min
Elma - Skipulagður og virkur viðskiptavettvangur raforku á Íslandi
27 June 2024
Elma - Skipulagður og virkur viðskiptavettvangur raforku á Íslandi

Að skapa betri skilyrði fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi, færa orkuviðskipti landsins í samkeppnishæft og skilvirkt umhverfi sem stuðlar að verðmætasköpun og styður orkuöryggi er umfjöllunarefni þáttarins. Þau Einars Snorri Einarsson og Steinunn Þorsteinsdóttir fengu Katrínu Olgu Jóhannesdóttur að hljóðnemanum til að ræða framtíðina, Elmu og orkumarkaðinn.

36 min
Er framtíðin fyrirsjáanleg ?
11 June 2024
Er framtíðin fyrirsjáanleg ?

Þær Svandís Hlín Karlsdóttir framkvæmdarstjóri og Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi tóku fimmtán mínútu spjall um framtíðina og hvað Landsnet er að gera til að þoka okkur nær henni m.a. með virkum raforkumarkaði.

16 min
Orkuskiptin og orkugeymslur
21 May 2024
Orkuskiptin og orkugeymslur

Gnýr Guðmundsson skólastjóri Orkuskiptaskólans og Magni Pálsson yfirkennari, okkar helstu sérfræðingar í orkuskiptunum á spjalli um þetta mikilvæga málefni. #þátturnúmersjö

53 min
Virkir raforkumarkaðir eru í lykilhlutverki við að ná loftslagsmarkmiðunum
6 May 2024
Virkir raforkumarkaðir eru í lykilhlutverki við að ná loftslagsmarkmiðunum

Við hjá Landsneti vorum að gefa út nýja skýrslu þar sem farið var yfir helstu atriði um hlutverk og ábata af virkum raforkumarkaði Í skýrslunni kemur fram að virkur raforkumarkaður er nauðsynleg forsenda þess að ná fram skilvirkara raforkukerfi og auka þannig þjóðhagslegum ábata, öllum til hagsbóta. Ábati sem mun á endanum nema tugum milljarða árlega. Við fengum þá Jón Skafta Gestsson og Svein Guðlaug Þórhallsson höfunda skýrslunnar að hljóðnemanum til að ræða málið og helstu áskoranir sem settar eru fram í skýrslunni.

35 min
Er framtíðin orkuörugg ?
29 April 2024
Er framtíðin orkuörugg ?

Nils Gústavsson framkvæmdastjóri reksturs og eigna mætti Landsnetshlaðvarpið og spjallaði við Steinunni Þorsteinsdóttur upplýsingafulltrúa um flutningskerfið, orkuöryggið og leiðina að orkuskiptunum - sem sagt stútfullur þáttur af rafmagnaðri framtíð.

40 min
Sjálfbærni og samfélagsábyrgð
5 January 2024
Sjálfbærni og samfélagsábyrgð

Við hjá Landsneti höfum sett okkur þá stefnu að vinna markvisst að því að lágmarka neikvæð áhrif sem hljótast af rekstri og uppbyggingu flutningskerfis raforku á umhverfið. Engilráð Ósk Einarsdóttir verkefnastjóri samfélagsábyrgðar og umbóta settist við hljóðnemann í Landsnetshlaðvarpinu og spjallaði við Steinunni Þorsteinsdóttur upplýsingafulltrúa um eitt og annað sem snýr að þessum mikilvæga málaflokki sem umhverfis - og sjálfbærnimálin eru hjá Landsneti.

28 min
Contact Us
First
Last
Discover New Podcast Partnerships

Subscribe To Our Weekly Newsletter

Get notified about new partnerships

Enter your name and email For Gifts, Deals and Prizes